|
Hrisey
Við Gústi lögðumst í víking á sunnudaginn. Eftir langa vinnutörn hjá mér tók við langþráð vaktafrí. Klukkan níu að kveldi sunnudags skelltum við okkur upp í flugvél sem flaug til Akureyrar þar sem pabbi og Erik biðu eftir okkur. Við skelltum okkur á bláa kaffið á Akureyri á meðan við biðum eftir hálf tólf-ferjunni. Ferðin út í Grímsey tekur korter og þar beið Björg systir eftir okkur og tók mynd af okkur á landganginum. Um kveldið var sopið á martini rosso og farið ekki mjög seint í bólið. Daginn eftir fórum við í traktorsferð um eynna undir leiðsögn Alla. Það var bæði skemmtilegt og áhugavert. Eftir það var farið í sund. Sundlaugin á Hrísey er helmingi minni en venjuleg laug, til dæmis í Reykjavík, og helmingi heitari. Þarna var líka ofvaxinn nuddpottur sem var ívið heitari en laugin. Síðan var grillað. Það var ekkert venjulegt grillkjöt skulið þið vita. Það var hreindýr! Þetta er besta kjöt í heimi! Daginn eftir fórum við í gönguferð um eynna, lögðumst í lyngið og allt hvað eina. Við borðuðum á ítölskum veitingastað á Akureyri og við Gústi flugum heim klukkan níu. Já, þetta var nú ævintýri og ég held að við séum komin með Hríseyjarveikina, svokölluðu. Þegar við verðum rík (þegar) þá ætlum við að kaupa hús í Hrísey :)
skrifað af Runa Vala
kl: 13:01
|
|
|